22/12/2024

Bílvelta í Bjarnarfirði

Bílvelta varð í Bjarnarfirði í gærkvöld. Jeppabifreið sem var á leið norður á Strandir fór út af veginum rétt fyrir norðan Laugarhól. Óhappið bar að með þeim hætti að í aflíðandi vinstri beygju missti ökumaðurinn stjórn á bílnum í lausamöl, fór of utarlega í vinstri kantinn og tók þá snögga hægri beygju inn á veginn. Skipti þá engum togum að bíllinn valt fyrst á veginum og svo nokkrar veltur út af. Þrennt var í bílnum, ökumaðurinn ásamt tveimur börnum.  Mikil mildi þykir að ekki varð stórslys, en annað barnið skarst á fæti. Bíllinn er ónýtur eftir.

Ljósm. Sveinn Karlsson