22/12/2024

Bílvelta á Holtavörðuheiði í kvöld

Bílvelta varð í kvöld á Holtavörðuheiði um kvöldmatarleytið. VW Transporter fór útaf veginum og endaði þar á toppnum. Engin slys urðu á fólki en þrennt var í bílnum, afi með tvö barnabörnin sín. Þau voru hin hressustu að sleppa svona vel og aðstoðuðu við að rétta bílinn af og koma honum upp á veginn aftur. Bíllinn er töluvert skemmdur og var dreginn af vettvangi með kranabíl. Að sögn ökumannsins var slysið ekki vegna hálku þegar það átti sér stað.