30/10/2024

Bílaskoðun á Borðeyri

Færanleg skoðunarstöð frá Frumherja hf verður á Borðeyri eftir helgi. Búast má við að stöðin verði komin á Borðeyri um hádegi á mánudag og skoðað verði fram eftir degi á miðvikudag. Einungis eru skoðaðir bílar undir 3500 kg. Þetta er í eina skiptið á árinu sem skoðunarstöðin verður á Borðeyri. Allir eru hvattir til að mæta með bílana sína til skoðunar og minntir á að hafa skráningarskírteinin meðferðis.