22/12/2024

Beðið eftir mokstri

Það var ekki neinn fýlusvip að sjá á bílstjórunum, þeim sem aka stóru bílunum á vesturleiðinni Reykjavík-Ísafjörður þar sem þeir biðu í hádeginu í dag í söluskálanum á Hólmavík eftir því að vegirnir yrðu opnaðir. Þeir voru að fá sér að borða og kíkja í blöðin meðan þeir bíða. Og það væsir ekki um þá þarna inni og vel gert við þá í mat og drykk. Þetta eru konungar veganna. Fararskjótarnir standa fyrir utan og bíða, þetta eru   engir smá bílar. Fréttaritarinn raulaði King of the road þegar hún fór heim að senda myndirnar.

Bílstjórar

frettamyndir/2008/580-bilstjorar5.jpg

frettamyndir/2008/580-bilstjorar3.jpg

frettamyndir/2008/580-bilstjorar1.jpg

Bílar og bílstjórar bíða á Hólmavík – ljósm. Ásdís Jónsdóttir