22/12/2024

Barnamót HSS og Sparisjóðs Strandamanna í frjálsum

Barnamót Héraðssambands Strandamanna (HSS) og Sparisjóðs Strandamanna 12 ára og yngri verður haldið á Sævangi miðvikudaginn 12. júlí. Hefst mótið klukkan 17:30 og er talið að veðrið verði jafnvel enn betra en á Héraðsmótinu um daginn. Fulltrúar einstakra ungmennafélaga taka við skráningum fyrir hvert félag. 
 

Keppnisgreinar:

Hnátur og hnokkar 8 ára og yngri: 60m hlaup, langstökk og boltakast.
Hnátur og hnokkar 9-10 ára: 60m hlaup, langstökk og boltakast.
Stelpur og strákar 11-12 ára: 60m hlaup, langstökk, hástökk, spjótkast og kúluvarp.

Eftirtaldir aðilar taka við skráningum fyrir hvert félag. Skráning þarf að hafa borist fyrir kl. 20:00 þriðjudaginn 11. júlí.
 
Umf. Harpa                  Oddný Ásmundsdóttir S: 451-1125 Gsm:861-3337
Umf. Hvöt                    vsop@snerpa.is                        Vignir Pálsson S: 451-3532
Umf. Geislinn                stebbij@snerpa.is                    Ása Einarsdóttir 456-3626
Umf.  Neisti                   logi@snerpa.is                         Aðalbjörg Óskasdóttir S: 451-330
Umf. Leifur heppni               totilubbi@hotmail.com             Tóti: 451-3370