Categories
Frétt

Aðalfundur í Framsóknarfélagi Hólmavíkur

Í fréttatilkynningu frá stjórn Framsóknarfélags Hólmavíkur kemur fram að aðalfundur í félaginu verður haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík fimmtudaginn 18. janúar næstkomandi kl. 20:30. Á fundinum verða m.a. kosnir fulltrúar á kjördæmisþing um næstu helgi á Reykjum í Hrútafirði þar sem endanlega verður raðað á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi.