23/12/2024

Ball á Riis og kaffihlaðborð í Djúpavík

Café Riis á HólmavíkUm helgina er ýmislegt um að vera á Ströndum, eins og aðrar helgar yfir sumarið. Á Café Riis verður dansleikur á laugardagskvöldinu með Heiðu Ólafs og hljómsveit. Aðgangseyrir er 1.500.- krónur. Á sunnudeginum er síðan fyrsta kaffihlaðborð sumarsins á Hótel Djúpavík, Jónsmessukaffi. Stendur hlaðborðið frá 14:30 og allir eru velkomnir. Allmargir Strandamenn fara líka á Blönduós um helgina en þar keppa yngri flokkar í fótbolta á Smábæjaleikunum og tekur Ungmennafélagið Geislinn á Hólmavík virkan þátt í fjörinu.