23/12/2024

Bændafundur um búvörusamninga í Sævangi

Sævangur

Nýju búvörusamningarnir verða kynntir meðal bænda í fundaferð sem hefst mánudaginn 7. mars og lýkur föstudaginn 11. mars. Þar gefst bændum kostur á að ræða niðurstöður samningana við forystumenn bænda. Efni samninganna er aðgengilegt á vefsíðu Bændasamtakanna www.bondi.is og í síðasta tölublaði Bændablaðsins. Einn af fundum í kynningarferðinni er haldinn í Sauðfjársetrinu í Sævangi miðvikudaginn 9. mars kl. 12:00. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir.