20/04/2024

Barnamenningarhátíð í Strandabyggð 14.-20. mars

skilaboda

Barnamenningarhátíð Vestfjarða verður haldin í sveitarfélaginu Strandabyggð dagana 14.-20. mars 2016 í samvinnu við nærliggjandi sveitarfélög. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og unglinga á Vestfjörðum og eins að gefa einstaklingum á sviði lista og menninga tækifæri til að koma fram og gefa af sér. Til stendur að halda uppi smiðjum að degi til 14.-18. mars þar sem börnum og unglingum gefst kostur á að fá leiðsögn við að skapa og uppgötva. Boðið verður upp á fjölbreyttar smiðjur sem höfða til allra aldurshópa. Fjöldi viðburða er einnig á kvöldin og um helgina 18. -20. mars en þá verður afrakstur smiðjuvinnu sýndur og margt fleira. Finna má frekari upplýsingar á vefsíðu hátíðarinnar á www.strandabyggd.is/barnamenningarhatid.

Meðfylgjandi mynd er af leikurum í Skilaboðaskjóðunni sem sett var á svið í samvinnu Leikfélags Hólmavíkur og Grunnskólans á Hólmavík fyrir tveimur árum.