22/12/2024

Bæklingar fyrir heimamenn og ferðaþjóna

Flestir ferðabæklingar sumarsins eru nú komnir í hús á Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík og er því rétt að minna á að ferðaþjónar á svæðinu geta sótt þangað bæklinga sem þeir vilja láta liggja frammi á sínum þjónustustöðvum. Jafnframt er rétt að vekja athygli á að ógrynni upplýsinga um aðra landshluta en Strandir er líka að finna á Upplýsingamiðstöðinni og kjörið fyrir Strandamenn á leið í frí að líta þar við og ná sér í lesefni og upplýsingar. Upplýsingamiðstöðin verður opin alla daga frá 8:00-17:00 í sumar og hófst sumaropnun 1. júní síðastliðinn.

Vefur Upplýsingamiðstöðvarinnar er á slóðinni www.holmavik.is/info, netfangið er info@holmavik.is og símanúmerið er 451-3111.