22/12/2024

Bæir í Árneshreppi merktir

Frá því er greint á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is að í sumar voru öll býli í Árneshreppi merkt með skilti frá Vegagerðinni og á það jafnt við um eyðibýli og byggð ból. Einnig voru sett upp skýringarskilti við afleggjara. Árneshreppur greiddi kostnað vegna merkjanna, en Vegagerðin sá um uppsetninguna allt frá Kolbeinsvík og norður úr. Í sumar voru einnig bæir í Kollafirði og Bitru merktir með skiltum og áður höfðu allir bæir í Bæjarhreppi fengið samræmd skilti. Enn vantar hins vegar skilti við Bjarnarfjörð og Steingrímsfjörð nema þar sem jarðeigendur hafa sjálfir staðið fyrir merkingu bæjanna.

Ljósm. Jón G. Guðjónsson