22/12/2024

Ársþing HSS

Næstkomandi fimmtudag, uppstigningardaginn 5. maí, verður ársþing Héraðssambands Strandamanna haldið í Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Hefjast fundarstörf klukkan 13:00. Vignir Örn Pálsson, formaður samtakanna, sagði í dag í viðtali við strandir.saudfjarsetur.is að fundarmenn mættu gjarnan íhuga að gefa kost á sér í trúnaðar- og stjórnunarstörf fyrir sambandið. Vonaðist hann eftir góðri fundarsókn og skemmtilegum fundi.