22/12/2024

Arnkötludalur í útboð í síðasta lagi 19. febrúar

300-vegag-blindh1Vegagerð um Arnkötludal verður boðin út í síðasta lagi 19. febrúar sagði Magnús Valur Jóhannsson umdæmisstjóri Norðvesturkjördæmis Vegagerðarinnar í samtali við Svæðisútvarp Vestfjarða í vikunni. Sagði hann að verið væri að leggja lokahönd á útboðsgögnin. Til verksins eru áætlaðar 200 milljónir á þessu ári og 600 milljónir árið 2008 og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur ítrekað lýst því yfir að verkinu verði lokið fyrir árslok 2008. Ekki er ljóst hvað gerist ef kostnaður við vegagerðina reynist vera meiri en 800 milljónir, en ný samgönguáætlun hefur enn ekki verið birt opinberlega.