22/12/2024

Aprílgabb

Rétt er að taka fram að enginn fótur var fyrir frétt strandir.saudfjarsetur.is um bensín á útsöluverði sem birt var hér á vefnum í gær. Fréttin var skrifuð í tilefni af 1. apríl, þeim merkisdegi sem er einmitt 91. dagur ársins. Á þessum degi árið 1855 var einokunarverslun Dana lögð niður og þann 1. apríl 1896 hóf Álafoss ullarvinnslu. Nákvæmlega 80 árum seinna var síðan tölvufyrirtækið Apple stofnað. Otto van Bismark og Milan Kundera eru á meðal merkismanna sem fæddir eru þennan dag. Margir segja að góð aprílgöbb snúist um að fá þann sem fyrir gabbinu verður til að gera eitthvað eða fara eitthvað áður en allt kemst upp.