22/12/2024

Andri Ívarsson sigraði í karaoki-keppninni

645-kar5
Andri Ívarsson kom sá og sigraði í árlegri karaoki-keppni Café Riis á Hólmavík sem haldin var í Bragganum um síðustu helgi. Andri sem keppti fyrir Tónskólann á Hólmavík flutti með tilþrifum lögin Sultans of swing sem Dire Straits gerði upphaflega frægt og Piano man með Billy Joel. Í öðru sæti varð Agnes Jónsdóttir sem keppti fyrir Ferðaþjónustuna Kirkjuból. Hildur Emilsdóttir og Aðalbjörg Guðbrandsdóttir annars vegar og Ingibjörg Emilsdóttir og stuðningsfulltrúarnir hins vegar skiptu með sér verðlaunum fyrir skemmtilegasta framlagið. Alls stigu 11 söngvarar á svið, auk Heiðu Ólafs sem tróð upp sem gestasöngvari og Kristínar Sigurrósar Einarsdóttur sem var kynnir. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum og náði örfáum myndum af fjörinu.

645-kar6 645-kar5 645-kar2 645-kar4 645-kar10 645-kar1

Karaoki á Hólmavík – ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir