22/12/2024

Álftagerðisbræður koma

Hinir stórskemmtilegu Álftagerðisbræður koma í heimsókn
á Strandir föstudaginn 19. ágúst og halda tónleika á Café Riis á
Hólmavík kl.
20:30, en mikið verður um að vera um þá helgi á veitingastaðnum en
boðið verður upp á veisluhlaðborð frá kl. 18:00 þann sama dag. Hin
stórgóða
hljómsveit Kokkteill heldur svo uppi fjörinu á laugardagskvöldinu.
Staðarhaldarar Café Riis vilja benda fólki á að panta borð tímanlega á
veisluhlaðborðið á föstudagskvöldið 19. ágúst.