22/12/2024

Áhrif Vonarholtsvegar á mannlíf

Vegamál eru Strandamönnum ofarlega í huga þessa daganaÁ vef AtVest (Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða) var í dag gerð aðgengileg skýrsla um hugsanleg samfélagsleg áhrif Vonarholtsvegar um Arnkötludal og Gautsdal. Þar er lagt mat á hvaða áhrif vegagerðin myndi hafa á mannlíf og samfélag sitt hvoru megin við heiðina.

 Ítarlega greiningu á samfélaginu er þarna að finna og rökræðu um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Skýrslan er unnin af AtVest að beiðni Vegagerðar ríkisins og hana má nálgast undir þessum tengli (pdf-skjal 0,5 mb). Í skýrslunni er fyrirhugaður vegur kallaður ónefninu Stranddalavegur.