30/12/2024

Áhrif móður á lífssögu fiska

LangeðlufiskurÍ hádeginu fimmtudaginn 31. janúar 2008 geta áhugamenn um lifnaðarhætti fiska hlýtt á fyrirlestur um áhrif móður á lífssögu fiska. Samtök náttúrustofa hafa staðið fyrir fyrirlestrum síðasta fimmtudag í mánuði um nokkurt skeið og nú er komið er að áttunda erindinu í fyrirlestraröðinni. Það er doktor Sveinn Kári Valdimarsson, líffræðingur á Náttúrustofu Reykjaness sem flytur erindið: Fjórðungi bregður til fósturs og lengi býr að fyrstu gerð – hugleiðingar um áhrif móður á lífssögu fiska. Erindinu er varpað um fjarfundabúnað vítt og breitt um landið og þar á meðal til Hólmavíkur. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn í Grunnskólanum frá 12:15-12:45 og aðgangur er ókeypis.