22/12/2024

Aðventuhátíðir á Ströndum

Óspakseyrarkirkja - ljósm. Sigurður AtlasonAðventuhátíð verður haldin í Óspakseyrarkirkju í Bitrufirði á fyrsta sunnudegi í aðventu, 30. nóvember í umsjón Kristínar djákna og hefst kl. 14:00. Nemendur í Grunnskólanum á Borðeyri flytja aðventuhelgileik og syngja og Ólafía Jónsdóttir leikur á orgelið. Almennur söngur verður og aðventukaffi í boði inni í bæ hjá Guðjóni og Margréti á Óspakseyri. Þá verður aðventukvöld á Hólmavík 2. des. kl. 19:30 og á Drangnesi 7. des. kl. 17:00.

Aðventukvöld verður í Hólmvíkurkirkju þriðjudaginn 2. desember, kl. 19:30. Fermingarbörn næsta vors lesa upp og stúlknakór syngur ásamt kvennakórnum. Þá syngur kirkjukórinn og leiðir almennan söng. Einsöng syngur Snorri Hjálmarsson.

Aðventuhátíð verður í Drangsneskapellu sunnudaginn 7. desember og hefst kl. 17:00. Þar verða sungin aðventu- og jólalög, lesin jólasaga og leikskóla- og grunnskólabörn syngja og lesa jólahugvekju.