22/12/2024

Aðalfundur ungra framsóknarmanna á Borðeyri

Í fréttatilkynningu frá FUF-DS sem er skammstöfun fyrir Félag ungra framsóknarmanna í Dala- og Strandasýslu kemur fram að aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 11. janúar kl. 20.30 að Kaffi Lækjargarði á Borðeyri. Á dagskránni verða hefðbundin aðalfundarstörf og umræður, en þeir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram í trúnaðarstörf eru beðnir að hafa samband við einhvern af núverandi stjórnarmönnum.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Kosning starfsmanna fundarins (fundarstjóri og ritari)
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram
4. Lagabreytingatillögur
5. Kosning stjórnar
6. Önnur mál

Undir fréttatilkynninguna rita fyrir hönd stjórnar FUF-DS Inga Guðrún Kristjánsdóttir formaður (ingak@hi.is), Svava H. Friðgeirsdóttir (svavah@hotmail.com), Harpa Hlín Haraldsdóttir (harpahara@khi.is), Guðmundur Freyr Geirsson (geirsh@simnet.is) og Heiðar Þór Gunnarsson (Bordeyri@emax.is).