22/12/2024

Aðalfundur Strandakúnstar

Í fréttatilkynningu frá handverkshópnum Strandakúnst kemur fram að aðalfundur verður á Kaffi Galdri á Hólmavík föstudaginn 4. júní klukkan 20:00 um kvöldið. Venjuleg fundarstörf og spjall eru á dagskrá fundarins og áætlanir um sumarvertíðina. Húsnæðismál og handverk hverskonar. Kaffi og hinar víðfrægu kökur kaffihússins, í boði Strandakúnstar. Allir velunnarar, áhugafólk og þeir sem vilja vera með handverksmuni velkomnir. Undir þetta skrifar stjórnin.