22/12/2024

Aðalfundur Leikfélag Hólmavíkur á sunnudaginn

640-leik4
Á sunnudagskvöldið kl. 20:00 verður haldinn árlegur aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur. Verður hann haldinn í félagsheimilinu á Hólmavík. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf og ef að líkum lætur verður drjúgur tími sem fer í umræður um verkefni vetrarins. Síðasta vetur setti Leikfélag Hólmavíkur upp gamanleikritið Makalaus sambúð sem sýnt var á Hólmavík, Búðardal, Bolungarvík og í Trékyllisvík við mikinn fögnuð þeirra sem á horfðu og viðstaddir voru.