11/11/2024

Aðalfundur Atvest á Hólmavík

Aðalfundur Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða var haldinn á Hólmavík í gær. Félagið sem á 10 ára afmæli á þessu ári er nú öflugra en nokkru sinni fyrr og hefur nú sex atvinnuráðgjafa á þremur starfsstöðvum á Vestfjörðum. Ársskýrsla fyrir árið 2005 liggur fyrir og má nálgast hana undir þessum tengli (pdf-skjal). Hæst ber á því ári vinna við Vaxtarsamning Vestfjarða og stofnun Markaðsskrifstofu Vestfjarða, en bæði þessi verkefni hafa orðið til að efla mjög starf að atvinnuþróun í fjórðungnum. Bæði ríki og sveitarfélög taka nú aukinn þátt í kostnaði við rekstur félagsins.

Vefur Atvinnuþróunarfélagsins er undir tenglinum www.atvest.is.

Ljósm. Jón Jónsson