18/05/2024

Fjöruferð og fuglahræðu gerð á Sauðfjársetrinu

640-fuglahraedur6
Í gærkvöldi var fjöru- og fuglaskoðunarferð á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Gengið var um Orrustutanga, fuglarnir heimsóttir og hreiður skoðuð. Allmörg æðarhreiður voru merkt og einnig skoðuðu gestir sandlóuhreiður, gæsarhreiður og tjaldshreiður. Reistar voru þrjár fuglahræður, ísbjarnafælur og tófuhrellir sem hlutu nöfnin Jósafat, Ískri og Hermína. Á eftir drukku gestir kakó og borðuðu eplapæ og skúffuköku á Kaffi Kind í Sævangi.

640-fuglahraedur 640-fuglahraedur9 640-fuglahraedur3 640-fuglahraedur5 640-fuglahraedur2 640-fuglahraedur7 640-fuglahraedur6 640-fuglahraedur4

Fuglafjör á Sauðfjársetrinu – Ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir