22/12/2024

Sviðaveisla í Sævangi


Það verður mikið um dýrðir í Sævangi um aðra helgi, en þá verður haldin þar vegleg sviðaveisla. Á boðstólum verða heit og köld ný svið, einnig reykt og söltuð, sviðalappir, blóðgrautur og rabbarabaragrautur. Skemmtiatriði verða á meðan á borðhaldi stendur, söngur, uppistand og sprell. Veislustjóri er Arnar Snæberg Jónsson. Eftir matinn verður harmonikkan dregin fram og stiginn dans í Sævangi að nýju, eftir nokkurt hlé á slíkri skemmtun þar í húsinu. Það er Sauðfjársetur á Ströndum sem stendur fyrir sviðaveislunni, en húsið opnar kl. 19:00 laugardaginn 27. október. Miðapantanir eru hjá Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins í síma 823-3324 (panta þarf fyrir 24. okt). Verð er 4.000.-