Þátttakendur í árlegri keppni í karókísöng á Ströndum ákváðu endanlega í gærkvöldi hvaða lög þeirra ætla að flytja í Bragganum nú í kvöld. Eins og venja er þá er um fjölbreyttar lagasmíðar að ræða, allt frá unaðstæru píkupoppi upp í graðhestarokk af ýmsu tagi og allt þar á milli. Keppnin hefst í Bragganum klukkan 20:30 í kvöld, en generalprufa opin börnum verður kl. 16:30. Þeir sem vilja taka allan pakkann geta skellt sér í pizzu á Café Riis frá kl. 18-20. Eftir keppni munu Bjarni og Stebbi spila undir dansi á Café Riis. Sönglagalista og röð keppendanna tólf er að finna hér fyrir neðan:
| Fyrir hlé | ||
| Keppendur | Lag | Upphaflegur flytjandi |
| Barbara Guðbjartsdóttir | Wind beneath my wings | Bette Midler |
| Ingibjörg Emilsdóttir | Kung Fu Fighting | Carl Douglas |
| Sigurður Atlason | What a Feeling | Irena Cara |
| Kolbeinn Óttarsson Proppé | Rómeó og Júlía | Bubbi Morthens |
| Arnar Snæberg Jónsson | Sway | Dean Martin |
| Kristinn Schram | King of the road | Roger Miller |
| Lára Guðrún Agnarsdóttir | Unchained melody | Righteous Brothers |
| Sigurður Árni Vilhjálmsson | Baby One more time | Britney Spears |
| Eyrún Eðvaldsdóttir | Don’t know why | Norah Jones |
| Salbjörg Engilbertsdóttir | The end of the world | Skeeter Davis |
| Ásdís Jónsdóttir | Eina nótt | Kris Kristofferson |
| Jón Halldórsson | Komdu í kvöld | Ragnar Bjarnason |
| Eftir hlé | ||
| Keppendur | Lag | Upphaflegur flytjandi |
| Jón Halldórsson | Fyrsti kossinn | Hljómar |
| Ásdís Jónsdóttir | Bye bye love | The Everly Brothers |
| Salbjörg Engilbertsdóttir | These boots are made for walking | Nancy Sinatra |
| Eyrún Eðvaldsdóttir | River deep, mountain high | Tina Turner |
| Sigurður Árni Vilhjálmsson | Apologize | One Republic |
| Lára Guðrún Agnarsdóttir | When you say nothing at all | Ronan Keating |
| Kristinn Schram | Let’s dance | David Bowie |
| Arnar Snæberg Jónsson | I believe in a thing called love | The Darkness |
| Kolbeinn Óttarsson Proppé | Sirkus Geira Smart | Spilverk þjóðanna |
| Sigurður Atlason | Blow a fuse | Betty Hutton |
| Ingibjörg Emilsdóttir | Til hamingju Ísland | Sylvía Nótt |
| Barbara Guðbjartsdóttir | Wild Dances | Ruslana Lyzhychko |