30/04/2024

Lífvörður Jörundar hundadagakonungs

Út er komin bókin Lífvörður Jörundar hundadagakonungs, eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni. Í henni er rakin sagan af Jónasi Jónssyni bónda í Litlu-Ávík í Árneshreppi, konu hans og börnum. Jónas og Sesselja kona hans voru dæmd fyrir sauðaþjófnað og lentu í tugthúsinu við Arnarhól fyrir. Jónas varð svo einn af lífvörðum Jörundar hundadagakonungs sem ríkti á Íslandi í stuttan tíma sumarið 1809. Hér er á ferðinni vönduð og skemmtileg heimilda- og ættarsaga. Þetta er fyrsta bók Guðlaugs og það er Vestfirska forlagið sem gefur út.