30/04/2024

Góður árangur við borun á Krossnesi

Borinn KlakiÁ vefnum www.isor.is kemur fram að borun eftir heitu vatni á Krossnesi í Árneshreppi er nú lokið og var árangur mjög góður. Holan er um 90 metra djúp og gefur um 15 l/sek  af um 65°C heitu vatni. Að boruninni standa Árneshreppur, með tilstyrk Orkusjóðs, og bændur á Krossnesi. Nægt vatnsmagn fékkst og er nú hægt að leggja hitaveitu inn í Norðurfjörð, en þar eru miklar byggingar. Íslenskar orkurannsóknir sáu um rannsóknir, staðsetningu á borholu og eftirlit með borun. Verkefnisstjóri af hálfu ÍSOR er Haukur Jóhannesson, en Árni Kópsson boraði með jarðbornum Klaka. Jón G. Guðjónsson í Litlu-Ávík tók meðfylgjandi mynd.