30/04/2024

Þorrablót á Hólmavík

Hið árlega þorrablót á Hólmavík verður haldið í Félagsheimilinu laugardagskvöldið 2. febrúar n.k. Þorranefndin í ár sem skipuð er átta sprækum konum hefur þegar hafið undirbúning af fullum krafti og lofa girnilegum þorrakræsingum, góðum skemmtiatriðum og dúndurballi með hljómsveitinni Kokkteil. Gengið verður í hús til að kanna þátttöku í Strandabyggð á næstu dögum en sala aðgöngumiða verður í Félagsheimilinu á fimmtudaginn 31. janúar n.k. kl. 17:00-18:30.

Einnig er hægt að panta miða hjá Hildi í s. 661-2010 og Rúnu Stínu í s 451-3262 en allir landsmenn, nær sem fjær, eru hjartanlega velkomnir á blótið.