30/04/2024

Bandarískir blaðamenn í kynnisferð

Hópur bandarískra blaðamanna var hér staddur á Íslandi um  síðustu helgi í boði
Icelandair að kynna sér sögusvið bókarinnar Þriðja táknið sem kom út í Bandaríkjunum
í október. Höfundur bókarinnar, Yrsa Sigurðardóttir fór með hópnum í
kynningarferð um Reykjavík. Þegar aftur var snúið á hótelið beið þeirra Sigurður
Atlason forstöðumaður Galdrasýningar á Ströndum sem leiddi blaðamennina í allan
skilning um íslenska galdra en Galdrasafnið á Hólmavík kemur nokkuð við sögu í Þriðja
tákninu. Pétur Már Ólafsson hjá Veröld, sem gefur út Yrsu hér á landi, segir að
mikill áhugi sé fyrir Yrsu þar ytra en Þriðja táknið kom út í október og hefur
þegar verið tekin fyrir í öllum helstu dagblöðum vestanhafs.

Á myndinni hér að ofan sést Sigurður leggja
ástargaldur á þessa saklausu blaðakonu. Ekki
fylgir sögunni hvort galdurinn gerði sitt gagn.

Sigurður
Atlason, Yrsa Sigurðardóttir, Danielle Bartlette frá Harper Collins, og
bandaríski blaðamaðurinn Susan Yara en hún bar jafnframt titilinn Ungfrú Nýja
Mexíkó árið 2004.

Ljósm.: Morgunblaðið/Ómar