Gríðarleg þátttaka var í síðustu könnun hér á vefnum og voru alls 1036 atkvæði greidd í könnun um hvort menn vildu hreindýr á Strandir. Er það nálægt íbúafjölda á Ströndum fyrir um það bil 10-12 árum. Það voru hins vegar miklu mun færri sem greiddu þessi atkvæði og sömu aðilar kusu margsinnis, t.d. greiddi einn og sami maður yfir 100 sinnum atkvæði í strikklotu með Já endilega undir það síðasta. Það er sem sagt ekkert að marka niðurstöðuna og verður líklega aldrei þegar spurt er um eitthvað sem skiptar skoðanir eru um.
|
Sennilega verður þetta til þess að við gerum aldrei könnun um neitt sem skiptir máli hér eftir. En til að gleðja þá sem vilja raunverulega fá hreindýr á Strandir, þá útveguðum við á vefnum strandir.saudfjarsetur.is einn hreindýrskálf til að sjá hvernig dýrin falla að landslagi hér um slóðir. Hreindýr á Strandir? |
||||
| Já endilega, strax í vor | ||||
|
||||
| Nei, alls ekki | ||||
|
||||
| Jájá, reyna eitthvað nýtt | ||||
|
||||
| Það getur vel verið | ||||
|
||||
| Nei, líst frekar illa á það | ||||
|
||||
| Fjöldi þátttakenda | : 1036 |

Hreindýrskálfur við Gjögur

Hreindýr við Kistuna