23/12/2024

Fjórði dráttur í heimabingói Sauðfjársetursins

645-helgi2
Nú hefur verið dregið í fjórða sinn í heimabingói Sauðfjárseturs á Ströndum sem spilað er á fjölmörgum heimilum þessa dagana. Dregnar voru tíu tölur og voru númerin sem komu upp að þessu sinni eftirfarandi: B-3, B-8, B-15, N-31, N-36, G-51, O-66, O-67, O-70 og O-72. Mikilvægt er að merkja við tölurnar með þeim hætti að númerið sjáist samt í gegn, ef svo fer að um vinningsmiða sé að ræða. Góð þátttaka er í heimabingóinu að sögn Esterar Sigfúsdóttur umsjónarmanns (s. 823-3324), en þetta er í annað skipti sem Sauðfjársetrið stendur fyrir slíku. Ágóðanum af bingóinu er varið til endurbóta á Sævangi.  Næstu tölur verða dregnar milli tólf og tvö á mánudag, gangi ykkur vel!