19/04/2024

Fótboltamót HSS og Hólmadrangs

580-fotb-blond1

Innanhúsmót í fótbolta verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík sunnudaginn 8. desember. Mótið hefst kl. 11:00. Keppt verður í flokkum 11 ára og yngri (6. bekkur og yngri), 12-14 ára (7.-9. bekkur), 15-18 ára (10. bekkur-18 ára). Þátttökugjald er kr. 2.200 á hvern leikmann. Innifalið eru pizzur frá Café Riis og þátttökuverðlaun fyrir keppendur. Danmerkurfarar munu selja veitingar á staðnum. Þátttakendur skrái sig hjá sínum þjálfurum, sem senda skráningar á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Einstaklingar geta einnig skráð sig með sama hætti. Þeim verður raðað í lið á staðnum. Skráningu lýkur fimmtudaginn 5. desember. Krakkar frá félagssvæði USVH (Hvammstanga) og UDN (Dalir og Reykhólasveit) eru boðnir sérstaklega velkomnir ásamt krökkum á félagssvæði HSS. Styrktaraðilar mótsins eru Hólmadrangur og Strandabyggð.