30/10/2024

Heiða í Eurovision?

Söngvakeppni Sjónvarpsins stendur nú sem hæst og er búið eitt af þremur undanúrslita-kvöldum. Sigurlagið í þessari keppni tekur síðan þátt í Eurovision keppninni í vor, en áhorfendur velja sigurvegann í símakosningu. Á laugardagskvöldið verður næsta undanúrslitakeppni í beinni hjá Sjónvarpinu og meðal þeirra flytjanda sem þar koma fram er Heiða frá Hólmavík. Hún syngur lagið 100% hamingja. Höfundur þess er Sveinn Rúnar, en textann gerði Kristján Hreinsson.