26/12/2024

40 ára afmæli Byggðasafnsins á Reykjum framundan

Sunnudaginn 8. júlí er Safnadagurinn og þá standa söfn víðs vegar um landið fyrir dagskrám og uppákomum. Á Byggðasafninu á Reykjum er ætlunin að vera með dagskrá eftir hádegi, upplestur á þjóðsögum og leiðsögn um Ófeigsskála og þann dag verður lengri opnunartími en venjulega eða til kl. 19:00. Frítt er inn og heitt á könnunni. Daginn eftir, mánudaginn 9. júlí, er 40 ára afmæli Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna og þá eru allir velkomnir í afmæliskaffi kl. 16:00.