22/12/2024

Jólatónleikar á Hólmavík

Föstudagskvöldið 21. desember verða haldnir notalegir jólatónleikar í Hólmavíkurkirkju þar sem leikin verða hugljúf jólalög. Fram koma: Dagný Hermannsdóttir, Guðmundur Hjaltason, Stefán Jónsson og Svanhildur Garðarsdóttir. Við hvetjum alla til að setjast niður rétt fyrir jólin og láta stressið sem stundum vill fylgja aðventunni líða úr sér. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og verða miðar seldir við innganginn. Miðaverð er kr. 2500.-