22/12/2024

17. júní hátíðahöld á Hólmavík

Á morgun verður þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, haldinn hátíðlegur um land allt. Strandir eru þar engin undantekning og á Hólmavík verður dagskrá með hefðbundnu sniði. Hún hefst í félagsheimilinu kl. 11:00, en þar geta áhugasamir nælt sér í málningu á andlit eða blöðrur til að halda á. Kl. 14:00 verður síðan gengið í skrúðgöngu frá félagsheimilinu að Klifstúninu og þar verður skemmtidagskrá. Að vanda mun fjallkonan koma fram og ávarpa lýðinn, en söngur og leikir eru einnig á dagskránni. Gert er ráð fyrir þokkalegasta veðri á Ströndum á morgun.