22/12/2024

112 – Neyðarlínan 10 ára

Nú á laugardaginn, þann 11. febrúar, verður Neyðarlínan 10 ára. Af því tilefni ætla viðbragðsaðilar á Hólmavík, sem eru Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur, Rauði krossinn, slökkviliðið, lögreglan og björgunarsveitin að sýna búnað sinn og tæki í og við Félagsheimilið frá 14:00 til 16:00.  Kvenfélagið mun selja kaffi og kökur á staðnum.  Allir velkomnir að koma og skoða búnaðinn og spjalla yfir kaffibolla.