21/05/2024

Yfirvofandi ófærð

Skafrenningur á StröndumVegagerðarmenn á Ströndum hafa staðið í ströngu í dag við að halda fjallvegum opnum. Nú kl. 20:00 er stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði og þar er þungfært. Ennishálsi hefur verið haldið opnum í dag en þar er engu að síður erfið þæfingsfærð og hætt er við því að þessir vegir verði ófærir fljótlega eftir að mokstri lýkur í kvöld.


Ferðalangar eru því eindregið varaðir við því að leggja í hann í kvöld – ef menn hafa hug á því ættu þeir að minnsta kosti að kynna sér færð og veður vel og rækilega áður.