14/10/2024

Vorjafndægur eru í dag

Jafndægur að vori eru í dag, 20. mars. Þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar og um það leyti er dagurinn um það bil jafn langur nóttunni hvar sem er á jörðinni. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir um vorið að það sé frá jafndægri að vori til fardaga, en þá taki við sumar til jafndægris á hausti. Vorið nær því samkvæmt því frá 19. til 21 mars og fram að fardögum sem voru á fimmtudegi í 7. viku sumars eða á bilinu 31. maí til 6. júní.