04/10/2024

Þrístrendingur og Hamingjuhlaup

Skemmtihaupið Þrístrendingur verður háð öðru sinni í sumar þann 25. júní. Í því er hlaupið frá Kleifum í Gilsfirði um Steinadalsheiði norður í Kollafjörð á Ströndum (20 km), þaðan yfir Bitruháls að Gröf í Bitru (10 km) og loks um Krossárdal aftur suður að Kleifum (10,5 km). Þetta er í annað skipti sem þessir heiðarvegir eru hlaupnir allir í lotu en í fyrra fór fram svokallað frumhlaup sem tókst skínandi vel. Einnig stendur til að hlaupa Hamingjuhlaup 2. júlí í tengslum við Hamingjudaga á Hólmavík og er hugmyndin að hlaupa að þessu sinni úr Bitrufirði um fjöll og firnindi til Hólmavíkur.

Um þetta má allt saman fræðast á vefsíðu um fjallvegahlaup Stefáns Gíslasonar.