14/06/2024

Vonarholtsvegur

Vegabætur í ÁrneshreppMatsskýrsla um umhverfisáhrif Vonarholtsvegar sem hugmyndir eru um að liggi um Arnkötludal og Gautsdal er enn í vinnslu hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Skipulagsstofnun fékk í hendur drög að matsskýrslunni milli jóla og nýjárs. Drögin voru til meðferðar hjá stofnuninni í janúar og voru svo endursend Leið ehf og Náttúrustofu Vestfjarða fyrir 10 dögum, með ábendingum og leiðbeiningum um hvað betur mætti fara. Þeir sem bíða þess að þessum áfanga í undirbúningi Vonarholtsvegar ljúki, verða því að bíða og vona enn um sinn.