14/12/2024

Vísindaporti um Pál galdraskelfi frestað

Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða um vísindamanninn, ræðuskörunginn, stærðfræðinginn, úgerðarmanninn og galdramannaskelfinn sr. Pál Björnsson í Selárdal hefur verið frestað um viku, þar sem ekki er flogið á Ísafjörð. Fyrirlesarinn hafði hugsað sér þann fararmáta og átti hádegisfundurinn að vera í fjarfundi á Hólmavík. Hægt er að fræðast meira um Pál og afrek hans á Vestfjarðavefnum, hafi menn hug á að búa sig þess betur undir spjallið í Vísindaporti næsta föstudag.