14/09/2024

Viðrar vel til flugelda

Nú er frábært veður til flugeldaskota á Ströndum og útlit fyrir fjör og ljósadýrð á himni þegar líða tekur á kvöld. Salan á flugeldum, tertum og jarðeldum hefur gengið vel hjá Björgunarsveitum á Ströndum og óhappalaust. Klukkan 18:00 hefjast árlegar gamlársbrennur á Hólmavík og Drangsnesi og má búast við fjölmenni í góða veðrinu. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is smellti af þessum myndum á flugeldamarkaði á Drangsnesi í dag.

Ljósm. Jón Jónsson