22/12/2024

Viðrar misjafnt til málningar

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að spáin fyrir næsta sólarhring er eftirfarandi: Suðvestan 5-10 m/s og rigning með köflum. Vestan 5-13 og úrkomulítið á morgun, en hægari síðdegis. Hiti 10 til 15 stig. Allir vegir á Ströndum eru greiðfærir. Ef litið er lengra fram í vikuna er spáin þessi: Á mánudag: Suðlæg átt 8-13 m/s og víða rigning, en hægari og úrkomulítið norðaustantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast um landið norðaustanvert. Á þriðjudag og miðvikudag: Suðlæg átt og dálítil rigning sunnantil, en skýjað eða hálfskýjað og úrkomulítið annars staðar. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á fimmtudag og föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og rigning með köflum. Milt veður.