05/11/2024

Jaxlinn á Norðurfirði

Á miðvikudagskvöld kom flutningaskipið Jaxlinn á Norðurfjörð með kalksand fyrir nokkra bændur, sem hyggjast bera hann á tún sín. Einnig komu nokkrir sekkir af áburði í staðinn fyrir gallaðan áburð sem kom í vor. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta vestfirska strandflutningaskip kemur á Norðurfjörð.

Jaxlinn við bryggju í Norðurfirði – ljósm. Jón G.G.