21/05/2024

Fjör á Hólmavík um helgina

Kaupfélagið komið í jólafötinMikið er um að vera á Ströndum um helgina. Árleg jólahlaðborð eru á Café Riis, fyrra kvöldið var haldið í gær og það seinna er nú í kvöld og er fullbókað. Í dag verður upplestur í KSH á Hólmavík kl. 15:00 úr minningum Sverris Guðbrandssonar og hann áritar bókina Ekkert að frétta í Kaupfélaginu milli 14:00-16:00.

Á sunnudaginn kl. 17:00 verður síðan leiksýning í Hólmavíkurkirkja og er þar leikritið Friðarbarnið sem er sýnt af unglingum á Ströndum. Sama leikrit er síðan sýnt í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi á mánudaginn kl. 20:00. Athygli er vakin á breyttum sýningartíma því fyrirhuguð sýning í Árnesi fellur niður að sinni. Loks má nefna að á sunnudaginn er opið hús hjá Rauða Krossinum á Hólmavík.