Á vef RÚV kemur fram í nýrri frétt að Vegagerðin á Ströndum er nú að ljúka viðgerðum á Strandavegi í Árneshreppi. Viðgerðir hafa staðið yfir síðan í lok ágúst þegar mikið vatnsveður dundi á íbúum Árneshrepps og skriðuföll urðu á veginum. Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Ströndum telur kostnaðinn hlaupa á 15-20 milljónum. Skipt hefur verið um ræsi víða og efni úr skriðum mokað í burt og flutt til viðgerða annars staðar. Tveir til fimm menn hafa unnið að viðgerðum allt frá því í ágústlok.
Framkvæmdir í Árneshreppi – myndir frá Hannesi Hilmarssyni á Kolbeinsá.