29/04/2024

Húsnæðisskortur í Árneshreppi

580-melar-arneshr
Á vef Rúv birtist nýlega fréttaskýring um húsnæðisskort sem kemur í veg fyrir að nýir íbúar geti sest að í Árneshreppi á Ströndum. Oddviti Árneshrepps segir að það sé kominn tími fyrir hugarfarsbreytingu hjá heimamönnum. Rúmlega 50 manns eiga lögheimili í Árneshreppi sem er eitt fámennasta sveitarfélag landsins. Samkvæmt upplýsingum úr manntali Hagstofunnar frá 2011 voru þá 30 skráðar íbúðir í hreppnum, en aðeins búið í helmingi þeirra allt árið.