05/10/2024

Ályktanir frá Foreldrafélagi Grunnskólans á Hólmavík

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík var haldinn í Grunnskólanum fyrir nokkru og fór vel fram. Í stjórn fyrir veturinn 2009-2010 voru kosnir Arnar S. Jónsson, Kristinn Schram og Sverrir Guðbrandsson. Líflegar umræður urðu um skólastarfið og samdar og samþykktar ályktanir þar um einum rómi. Hafa eftirfarandi fjórar ályktanir frá fundinum verið sendar sveitarstjórn, skólastjórnendum, skólanefnd og sveitarstjóra og óskað eftir því að þær verði teknar fyrir á sveitarstjórnarfundi.

1) Skólastarf á Hólmavík hefur verið með
miklum ágætum síðustu ár og stöðugleiki í starfinu sem mikilvægt er að
varðveita. Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík hvetur því
sveitarstjórn Strandabyggðar til að standa vörð um öflugt skólastarf í Grunn- og
Tónskólanum á Hólmavík, hlífa því við frekari niðurskurði og draga ekki úr
þjónustu við nemendur.

2) Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á
Hólmavík skorar á sveitarstjórn að leita allra leiða til að endurnýja tölvukost
Grunnskólans. Upplýsingatækni og tölvunám er mikilvægur og stór hluti í
menntasamfélagi nútímans. Tölvur þær sem nemendur hafa til afnota í skólanum eru
úr hins vegar úr sér gengnar og úreltar. Ótækt er að nemendur á Hólmavík sitji
eftir í hinum fjölmörgu námsgreinum þar sem tölvur koma við sögu. Þó að þekking
kennara og nemenda sé til staðar má víst telja að hægur og lélegur vél- og
hugbúnaður hamli framförum og árangri nemenda í námsgreinum sem krefjast
tölvunotkunar.
 
3) Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík
skorar á sveitarstjórn að ljúka frágangi lóðar og sinna eðlilegu viðhaldi
leikvallar við skólann. Félagið fagnar jafnframt þeim mikilvæga áfanga sem lokið
er við framkvæmdir á lóð skólans.
 
4) Aðalfundur Foreldrafélags
Grunnskólans á Hólmavík skorar á sveitarstjórn að beita sér fyrir því að gengið
verði frá þakkassa á viðbyggingu grunnskólans í tilefni þess að þrjátíu ár eru
nú liðin síðan byrjað var á viðbyggingunni.